Amex greiðslur - Leiðarvísir

Modified on Thu, 15 Aug 2019 at 03:36 PM


Eins og margir vita þá hefur útgáfu American Express (Amex) kredit korta verið hætt í Evrópu vegna nýrra reglugerða sem setja takmarkanir á færslurgjöld kreditkorta fyrirtækja en kortagjöld Amex eru iðulega yfir 300% hærri en hjá öðrum kortafyrirtækjum. Kortaþóknunin getur því verið allt að 4%. Í kjölfar þessara nýju reglugerðar hefur greiðsluhirðing Amex verið færð til Bandaríkjanna.


Margir kjósa því síður að fá bókanir frá Amex, sér í lagi þar sem að korthafar eru nánast undantekningalaust einnig með Visa eða Mastercard þar sem að færslugjöld eru mun lægri.


Fyrir þá sem vilja komast hjá þessum háu kortagjöldum er einfalt að breyta stillingum á bókunarsíðum og í bókunarvél Godo Property. Hér að neðan eru leiðbeiningar um hvernig það er gert fyrir Booking.com, Expedia.com og bókunarvél Godo Property.


Fyrir þá sem að nota Godo Pay (greiðslukerfi Godo) og vilja vilja áfram bjóða uppá Amex verða útgreiðslur mánaðarlega og greiðast út 3-5 virka dag mánaðarins.


Hér að neðan eru leiðbeiningar hvernig hægt er að stilla hvaða kredit kort eru stillt á Booking.com, Expedia.com og í Godo Property:


Booking.com:


Byrjað er á því að skrá sig inná extranet Booking.com. Þar er farið í flipann Gististaður og valið Skilmálar. 



Undir Skilmálar er farið í hlutann sem heitir Aðrir Skilmálar -> Greiðslumöguleikar gesta. Þar er t.d. hægt að afhaka American Express og velja svo Vista.











Expedia.com / Hotels.com


Byrjað er á því að skrá sig inná extranet Expedia. Þar er valið Property Details -> Policies and Deposits. 
















Undir Policies and Deposits er smellt á Payment Methods. Þar er t.d. hægt að afhaka American Express og svo smellt á Save.




Godo Property fyrir bókunarvél á heimasíðu:


Farið er í: Settings  >  Payments  > Credit Card Collection 


Þar er t.d. valið No hjá Accept American Express credit cards svo er smellt á Save.






Was this article helpful?

That’s Great!

Thank you for your feedback

Sorry! We couldn't be helpful

Thank you for your feedback

Let us know how can we improve this article!

Select atleast one of the reasons
CAPTCHA verification is required.

Feedback sent

We appreciate your effort and will try to fix the article