Fyrir þá aðila sem eru tengdir við bókhaldskerfi höfum við bætt við merkingum á bókanir í dagatalinu eftir að reikningur er sendur. 


Til þess að sjá merkingarnar í dagatalinu þarf að virkja stillinguna í gegnum "Settings -> Account -> Preferences -> Control Panel Calendar -> Booking Show Name -> YES"


Nánar: 

Þessi merking kemur í bókunarspjaldið undir "Info" og heitir "i-file-invoice"

Þessi kóði getur verið notaður t.d. Í "Custom Reports" til þess að búa til skýrslur. 

Dæmi: Skýrsla sem inniheldur bókanir sem innihalda "Any Booking Info Code" - "i-file-invoice".


Merkingar á hópa:

Ef það er verið að gera reikning fyrir heilan hóp en greiðslan er öll á 1 reikningi "Charges & Payments" þá virkar að ýta á "Create Group" og merkingin mun flytjast á allan hópinn. 

Þetta virkar vel þegar er verið að nota skýrslur til þess að fara yfir reikningsyfirlit með custom reports.