Bókhaldstenging Godo Property & DK 


Virknislýsing:

Godo Property kerfið getur sent upplýsingar í DK þar sem verður til prentaður eða óprentaður reikningur. Godo Property sendir alla gistingu á 1 vöru og sundurliðun á sölu milli herbergja getur svo verið skoðuð í Godo Property. Gistináttaskattur er innifalinn í verðum sem eru send úr Godo Property.


Til þess að fá tengingu á milli Godo Property og DK þarf að gera eftirfarandi: 

  1. Senda fyrirspurn á hjalp@dk.is og biðja um tengingu við Godo. Biðjið um að senda tengiupplýsingar á support@godo.is og látið fylgja með nafn og kennitölu fyrirtækisins.


  1. Velja sölumannsnúmer fyrir Godo Property -> Sölumannsnúmer: (t.d. 001) 


  1. Velja vörunúmer fyrir gistingu -> Vörunúmer: (t.d. 1005)


  1. Vörunúmer fyrir gistináttaskatt -> Gistináttaskattur: (t.d. TAX)


Greiðslur í DK:

Þegar það er rukkað í Godo Property með Godo Pay þá sendist greiðslan yfir í DK. Þegar það eru t.d. Ferðaskrifstofubókanir þá þarf að greiðslujafna þær eins og venjulega í DK.


Prentlýsingar:

Vörulýsing kemur úr Godo Property og einnig er hægt að hafa fast textaviðhengi t.d. Til að gera grein fyrir Gistináttaskatti úr Godo. Aðrar prentlýsingar eru stillingaratriði í DK. Hafið samband við support@godo.is ef það vantar aðstoð við prentlýsingar úr Godo Property eða hjalp@dk.is fyrir aðstoð við prentlýsingar úr DK.