Til þess að bókanir sem koma inn frá Travia skráist á réttan viðskiptamann er nauðsynlegt að tengja viðskiptamenn á milli kerfa.


Það er gert með því að gera eftirfarandi:


Skrá sig inn í Godo Property á: https://property.godo.is


Smellt er á Guest managementÞaðan er smellt á CustomersÞá sést yfirlit yfir alla viðskiptamenn sem hafa verið búnir til í Godo Property.


Þegar nýr viðskiptamaður er búinn til í Godo Property býr kerfið til einstakt númer fyrir hvern og einn.

Þetta númer þarf að afrita á Cooperation Travia.


Til þess að gera það þarf að skrá sig inn í Travia á https://app.travia.is


Smellt er á My property cooperations Þegar smellt er á þettasést listi yfir öll þau samstörf sem þú hefur gert við ferðaskrifstofur.
Smellt er á Approved hlekkinn og þá sést yfirlit yfir samstarfið við þessa tilteknu ferðaskrifstofu.
Númerið sem fékkst í Godo Property er sett inn í Invoicee Id boxið og smellt er á Save.


Vinsamlegast athugið að mikilvægt er að taka rétt númer fyrir viðeigandi ferðaskrifstofu úr Godo Property og setja það á rétta ferðaskrifstofu í Travia.