Til hamingju með að vera tengd bókhaldskerfi! :)
Nú skulum við læra hvernig bókhaldskerfið þitt og Godo vinna saman!
Skuldunautur/viðskiptamaður (e. customer/invoicee)
- Þegar skuldunautur er búinn til inní Godo verður hann sjálfkrafa til inní DK (ATH ekki öfugt)
- Mikilvægt er að vera skráður inná aðalinngang eignarinnar í Godo Property þegar skuldunautur er búinn til, svo skuldunauturinn sé sýnilegur á öllum aðgöngum.
- Undir SETTINGS > GUEST MANAGEMENT > CUSTOMERS finnið þið skuldunautalistann ykkar
- Veljið 'Create new invoicee'
- Þá opnast gluggi þar sem fylltar eru inn upplýsingar um nýja skuldunautinn. Í þessu skrefi er mikilvægt að:
- Hafa dálkinn 'Enabled' stillt á 'Yes'
- Fylla inn nafn skuldunautar
- Velja réttan gjaldmiðil
- Fylla inn gilda kennitölu undir 'Corporate ID'
- Kennitala - Hverju þarf að huga að
- Nauðsynlegt er að fylla inn kennitölu undir 'Corporate ID' en það er einmitt hún sem lætur kerfin tvö, Godo og bókhaldskerfið, tala saman.
- Ef að skuldunautur hefur ekki kennitölu þarf að búa til 10 stafa talnarunu.
- Kennitalan má ekki vera skrifuð með bandstriki eða bili eða öðru slíku
- Fyrir notendur REGLU er mikilvægt að "gervi" kennitölur hefjist á tölustöfunum 99 og á eftir þeim fylgi átta tölustafir. DÆMI: 9900112233
- Aldrei má nota sömu kennitöluna á fleiri en einn skuldunaut
- Festa skuldunaut á sölusíðu
- Þegar skuldunautur er til er hægt að festa hann á bókanir frá ákveðnum sölurásum
- Smellið HÉR fyrir leiðbeiningar um að skrá skuldunaut sjálfkrafa á bókanir frá sölurásum í Godo Property
- Smellið HÉR fyrir leiðbeiningar um að skrá skuldunaut sjálfkrafa á bókanir frá ferðaskrifstofum inní Travia
- Þegar skuldunautur er til er hægt að festa hann á bókanir frá ákveðnum sölurásum
Að búa til reikning
- Áður en hægt er að búa til reikning þarf að skrá skuldunaut á bókunina. Það er hægt að gera undir Charges&Payments. Veljið punktana þrjá fyrir aftan Charges og Payments línurnar og finnið viðeigandi skuldunaut:
- Færið ykkur svo yfir í 'Invoice' flipann og einfaldlega smellið á 'CREATE' :
- Þá verður til reikningur í DK sem hægt er að skoða með því að smella á reikningsnúmerið
- Ef það á að gera einhverja breytingu á reikningnum skal velja 'CREDIT'. Þá verður til nýr kredit reikningur. Gerið breytinguna og búið svo til nýjan reikning með því að smella aftur á 'CREATE'
- Ef upp kemur villumelding við gerð reiknings er gott að byrja á að skoða hvort kennitala sé rétt skráð. Einnig er mikilvægt að vörur á bókun hafi verið valdar úr fellilistanum því mögulega er vara sem var handskrifuð inn að valda villu.
Ekki hika við að hafa samband fyrir nánari aðstoð á support@godo.is
Gangi ykkur vel :)