Bókhaldstenging - Leiðbeiningar

Modified on Thu, 25 May 2023 at 11:49 AM

Til hamingju með að vera tengd bókhaldskerfi! :) 


Nú skulum við læra hvernig bókhaldskerfið þitt og Godo vinna saman!

 


Skuldunautur/viðskiptamaður (e. customer/invoicee)

  • Þegar skuldunautur er búinn til inní Godo verður hann sjálfkrafa til inní bókhaldskerfinu (ATH ekki öfugt)
  • Mikilvægt er að vera skráður inná aðalaðgang eignarinnar í Godo Property þegar skuldunautur er búinn til, svo skuldunauturinn sé sýnilegur á öllum aðgöngum. 
  • Undir SETTINGS > GUEST MANAGEMENT > CUSTOMERS finnið þið skuldunautalistann ykkar 
  • Veljið 'Create new invoicee'
  • Þá opnast gluggi þar sem fylltar eru inn upplýsingar um nýja skuldunautinn. Í þessu skrefi er mikilvægt að:
    • Hafa dálkinn 'Enabled' stillt á 'Yes'
    • Fylla inn nafn skuldunautar
    • Velja réttan gjaldmiðil
    • Fylla inn gilda kennitölu undir 'Corporate ID'
    • Kennitala - Hverju þarf að huga að
      • Nauðsynlegt er að fylla inn kennitölu undir 'Corporate ID' en það er einmitt hún sem lætur kerfin tvö, Godo og bókhaldskerfið, tala saman.
      • Ef að skuldunautur hefur ekki kennitölu þarf að búa til 10 stafa talnarunu
      • Kennitalan má ekki vera skrifuð með bandstriki eða bili eða öðru slíku
      • Fyrir notendur REGLU er mikilvægt að "gervi" kennitölur hefjist á tölustöfunum 99 og á eftir þeim fylgi átta tölustafir. DÆMI: 9900112233
      • Hver skuldunautur þarf sína eigin kennitölu


  • Festa skuldunaut á sölusíðu
    • Þegar skuldunautur er til í kerfinu er hægt að festa hann á bókanir frá ákveðnum sölurásum
      • Smellið HÉR fyrir leiðbeiningar um að skrá skuldunaut sjálfkrafa á bókanir frá sölurásum í Godo Property
      • Smellið HÉR fyrir leiðbeiningar um að skrá skuldunaut sjálfkrafa á bókanir frá ferðaskrifstofum inní Travia


Að búa til reikning

  • Áður en hægt er að búa til reikning þarf að skrá skuldunaut á bókunina. Það er hægt að gera undir Charges&Payments. Veljið punktana þrjá fyrir aftan Charges og Payments línurnar og finnið viðeigandi skuldunaut:
  • Ef unnið er með hópabókun er hægt að færa alla bókunina á réttan skuldunaut undir 'Group Invoice' og undir 'Booking Group' er hægt að velja öll herbergin sem við á og fara í 'Change customer'


  • Ef greiðsla er tekin með öðrum hætti en í gegnum paybutton skal velja viðeigandi greiðsluleið undir 'Payments'. Í þessu skrefi er mikilvægt að réttur 'status' komi á greiðsluleið fyrir notendur DK. 


  • Færið ykkur svo yfir í 'Invoice' flipann og einfaldlega smellið á 'CREATE' :
  • Þá verður til reikningur í DK sem hægt er að skoða með því að smella á reikningsnúmerið
  • Ef það á að gera einhverja breytingu á reikningnum skal velja 'CREDIT'. Þá verður til nýr kredit reikningur. Gerið breytinguna og búið svo til nýjan reikning með því að smella aftur á 'CREATE'
  • Ef upp kemur villumelding við gerð reiknings er gott að byrja á að skoða hvort kennitala sé rétt skráð. Einnig er mikilvægt að vörur á bókun hafi verið valdar úr fellilistanum því mögulega er vara sem var handskrifuð inn að valda villu. 


Ekki hika við að hafa samband fyrir nánari aðstoð á support@godo.is 


Gangi ykkur vel :)







Was this article helpful?

That’s Great!

Thank you for your feedback

Sorry! We couldn't be helpful

Thank you for your feedback

Let us know how can we improve this article!

Select atleast one of the reasons
CAPTCHA verification is required.

Feedback sent

We appreciate your effort and will try to fix the article