DK bókhaldstenging - leiðbeiningar

Breytt Wed, 04 Jan 2023 kl 03:54 PM

Virkni bókhaldstengingu Godo við DK - Almennt


Fyrir þá sem nota vefþjónustutengingu milli Godo og DK verða reikningar til í DK bókhaldskerfinu útfrá aðgerðum inní Godo hótelbókunarkerfinu.


Kosturinn við þessa vefþjónustutengingu er að það verður ekki til tvöfalt bókhald heldur fær skuldunautur (t.d. ferðaskrifstofa) sama reikning og er til í bókhaldskerfi hótelsins. Þetta kemur í veg fyrir möguleg misræmi sem geta átt sér stað þegar að bókhaldskerfið er ekki með sama reikning og er sendur á skuldunaut úr bókunarkerfi.


Þegar búin er til reikningur í Godo þá verður hann samstundis til í DK. Reikningsnúmer úr DK vistast þá í Godo. Einnig kemur bókunarnúmer og aðrar upplýsingar eins og t.d. voucher númer á reikninginn í DK. Með þessu móti eru uppflettingar á milli kerfa sérlega þægilegar.


Í Godo er valinn skuldunautur sem reikningur er sendur á. Einnig er hægt að velja t.d. hvaða gjaldmiðill á að vera á reikningnum. Ef reikningur er ekki réttur er auðvelt að kreditfæra hann í Godo og þá verður eldri reikningurinn sjálfkrafa kreditfærður í DK.


--------------------------------------------------------------------------------------------------------------


Til þess að virkja þessa notkun þarf að setja upp bókhaldstenginguna (sjá uppsetning manual), svo þarf að setja upp viðskiptamenn og vörur.


Hægt er að skrá viðskiptamann þegar að bókun er gerð, þegar hún kemur í gegnum sölurásir (sjálfvirkt) eða eftirá. Einnig er hægt að skrá daily price eða rates beint á ákveðna viðskiptamenn með því að nota customer code til þess að festa ákveðna verðlista.


Einnig er hægt að skrá viðskiptamann í Charges and Payments. Þar er líka yfirlit yfir allar vörulínur sem fara á viðskiptamanninn
Nú þegar viðskiptavinur er skráður með vöru í bókuninni er hægt að gera reikning. Það er í Invoice flipanum.

Til þess að útbúa reikning er einfaldlega smellt á Create flipann (sjá skjáskot að ofan). Hægt er að afhaka “create printed” ef að reikningur á að sendast í bókhaldskerfið ókláraður. Eftir að reikningur fer í gegn og verður til í bókhaldkerfi þá kemur reikningsnúmerið tilbaka í Godo Property. Hægt er að kreditfæra reikninga í Godo Property og verður sú aðgerð virk eftir að reikningur hefur verið búin til. Í History flipanum er hægt að sjá allar reikningsaðgerðir sem hafa átt sér stað. Ef að gerður er óprentaður reikningur er einnig hægt að eyða honum í Godo Property með Credit flipanum.


Athugið að ef að það er skráð greiðsla á bókunina (t.d. Í gegnum paybutton)  þá kemur sú greiðsla inní bókhaldskerfið og samtengist við reikning sem búin var til. Athugið að fyrst þarf að taka greiðslu eða skrá hana áður en reikningur er gerður.


Nú þegar reikningur hefur orðið til í bókhaldskerfinu þá er hægt að skoða skýrslur í Godo Property með yfirliti yfir hvaða bókanir eru með reikning og hvaða ekki. Einnig er hægt að skoða skýrlsur yfir hvern skuldunaut (viðskipamann) fyrir sig. Þær eru í Custom Reports. Hægt er að láta þær birtast í Front desk skýrslum.


Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina