Betrumbætur á reikningagerð

Breytt Thu, 20 Jul 2023 kl 11:15 AM

Þessar betrumbætur munu hjálpa með reikninga sem ekki hafa uppfærst rétt í Godo Property - reikningar sem voru búnir til í bókhaldskerfinu (DK, Regla, Navision) en hafa ekki bæst við í bókunarspjaldið í Godo Property.


Annar hluti uppfærslunnar kemur í veg fyrir að fleiri en einn reikningur stofnist í Godo Property þegar einungis ein lína er til að gera reikning fyrir, eða að fleiri en einn kreditreikningur sé gerður fyrir einn debet reikning.


Sýnileg staða reikninga

Aðal breytingin felst í því að staða reikninga sé sýnileg notendum ef upp kemur villa. Í þeim tilfellum er invoice flipinn litaður appelsínugulur til þess að notandi geti séð strax að um villu er að ræða þegar bókun er opnuð. Reikningurinn sjálfur eru einnig merktur með appelsínugulum punkti ef uppfærsla hefur ekki tekist, ef reikningur er réttur er punkturinn grænn.

Á enda línunnar er takki sem hægt er að smella á til að uppfæra reikning í Godo og laga vandamálið.Aðrar uppfærslur

  • Nýjasti reikningur gerður er efst í lista
  • Ef villa hefur átt sér stað á reikning fer sá reikningur efst í lista til að vekja athygli á að aðgerða er þörf, eftir að hann hefur verið uppfærður þá fer reikningurinn aftur á réttan stað í listanum sem fer eftir dagsetningu
  • Ef um fleiri reikninga en 5 er að ræða á bókunarspjaldi, þá birtist skrunstika við hlið listans
  • Myndrænu tákni hefur verið bætt við til að aðgreina hvort um reikning fyrir einstaklingsbókun eða hópabókun er um að ræða.
  • Kreditreikningar eru ekki lengur sýndir í aðskildri línu, þeir birtast nú í tengingu við debet reikninginn undir dálkinum fyrir kreditreikninga

Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina