Hvað er 3DS auðkenning?
3D Secure (3DS) auðkenning er auka öryggislag fyrir kortaviðskipti á netinu. Auðkenningin er til þess að staðfesta kortaeigendur við netkaup, og minnka líkur á sviksamlegum endurgreiðslukröfum.
Hvernig virkar 3DS auðkenning?
Þegar að fólk notar kortið sitt til að kaupa gistingu eða aðra þjónustu hjá þinni eign, þá biður 3DS kerfið um staðfestingu, oftast með lykilorði, fingrafari eða einstaka staðfestingarkóða sem er sendur á farsíma þeirra. Þetta tryggir að raunverulegur kortaeigandi sé að gera kaupin.
Er 3DS auðkenning örugg?
A3: Já, 3DS staðfesting bætir við auka öryggislag með því að krefja kortaeigendur um staðfestingu við kaup, og gera það erfiðara fyrir óheimila aðila að framkvæma viðskipti. 3DS auðkenningin gerir fólki einnig ómögulegt að biðja um endurgreiðslu í gegnum endurgreiðslukröfu.
Er 3DS auðkenning í boði fyrir öll greiðslukort?
Þótt að margir kortaútgefendur noti 3DS, er það háð banka kortaeiganda og greiðslukerfinu. Ef að kortaeigandi er ekki með 3DS á sínu korti þá skilar paybutton viðmótið villu sem er vanalega "declined" eða eitthvað í þeim dúr. Þá er mælt með að senda gestinum annan payment link og biðja gestinn um að nota annað kort.
Hvernig virkar 3DS í Godo :
Þú getur séð hvort að kort sé 3DS auðkennt undir "charges and payments." Þú sérð það sem Authenticated undir 3DS :
Hérna sérðu tvær tegundir af kortum. Fyrsta kortinu var bætt við með að nota "add card" fítusinn og er ekki 3DS auðkennt eins og sést með NO undir 3DS.
Seinna kortinu var bætt við með því að nota greiðsluhlekk eða "payments links", þau kort eru alltaf 3DS auðkennd nema að þú afhakir í "Use 3DS authentication" í payment link viðmótinu.
Til þess að búa til greiðsluhlekk (payment link) þá ýtir þú á "payment link" í neðra hægra horninu í charges and payments flipanum. Í glugganum sem opnast þá setur þú inn netfangið hjá gestinum undir E-mail adress, eða notar það sem er til staðar og ýtir á "Generate payment link." Eftir það getur þú ýtt á Send til að senda hlekkinn á tölvupóstinn hjá gestinum :
Þegar að gesturinn hefur fyllt út kortaupplýsingarnar og auðkennir kortið þá bætist það við í "Cards" í charges and payments flipanum og þú sérð það sem "Authenticated" :
ATH : Virtual kort frá Booking.com og Expedia, osfrv. þurfa ekki að vera auðkennd
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina