Breytingar vegna 3DS öryggi í kortaviðskiptum.

Breytt Mon, 22 Mar 2021 kl 09:21 AM

Hertar reglur vegna kortaviðskipta.


Í janúar 2021 gengu í gildi lög um aukið öryggi í kortaviðskiptum. Það sem felst í þessu er að korthafar þurfa að nota s.k. sterka auðkenningu þegar kort eru notuð til að bóka gistingu á netinu. Þegar kortaupplýsingar hafa verið slegnar inn og þær sendar er birt textasvæði þar sem notanda gefst kostur á að setja inn númer sem sent var með SMS skilaboðum. 


Godo geymir engar kortaupplýsingar heldur eru þær geymdar hjá PCI Booking, fyrirtæki sem sérhæfir sig í geymslu og umsýslu greiðslukorta. Allar greiðslur í gegnum Godo fara í gegnum PCI Booking.


Breytingin sem 3DS felur í sér er að auk þess að kortaupplýsingar eru geymdar dulkóðaðar þá er einnig geymdur s.k. 3DSecure kóði sem sannar að kortið hafi verið sett inn í kerfið af eiganda þess. Þegar síðan kortið er rukkað er þessi kóði sendur með til greiðsluhirðis sem sannreynir að hann sé löglegur og hleypir færslunni í gegn.


3DSecure, eða PSD2 eins og reglurnar heita, voru samþykktar af Evrópusambandinu 14. september 2019 og tóku endanlega gildi 1. Janúar 2021.


Íslensku greiðsluhirðarnir þrír, Rapyd, SaltPay og Valitor voru enn að hleypa greiðslum án 3DS kóða í gegn í janúar og febrúar en frá og með mars hafa þeir hafnað greiðslum þar sem kortið hefur verið sett inn án auðkenningar. 

Ef gisting hefur verið bókuð fyrir gildistöku PSD2 getur reynst nauðsynlegt að fá kortaupplýsingar gestsins aftur, þá með greiðsluhlekk sem sendur er í tölvupósti. 

Hér fyrir neðan eru linkur á leiðbeiningar.

Hægt er að senda greiðslulink frá Godo Property.


Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina