Stillingar fyrir útsendan póst - "Outgoing email settings"

Breytt Wed, 24 Feb 2021 kl 12:26 PM

Til að póstar sem sendir eru úr Godo Property séu sendir frá netfangi gististaðar er mikilvægt að allar stillingar séu réttar. 

Ef þetta er ekki sett upp, þá notar kerfið okkar netfang frá Godo til að senda tölvupóst.


Hér að neðan eru leiðbeiningar til þess að skoða hvort að ykkar stillingaratriði eru rétt.

Lykilatriði er að skoða fyrst hvar ykkar tölvupóstur er hýstur.


Ef þið notið Gmail, þá eru þetta stillingarnar sem við þurfum að nota seinna í þessu leiðbeiningaskjali:


Mail server: smtp.gmail.com
Use Encryption: SSL
Port Number: 465
User name: [þitt notendanafn á tölvupóstinn]
Password: [lykilorðið þitt á tölvupóstinn]


Ef þið notið ekki Gmail, t.d. Símann, Vodafone eða annað þá þurfið þið að hafa samband við aðilann sem sér um að hýsa tölvupóstinn ykkar og biðja um eftirfarandi upplýsingar:

Mail server:
Username:
Password:
Encryption: T.d. SSL eða TSL
Port number:


Mail server er netþjónn sem sendir tölvupósta, username er notendanafn þitt á tölvupóstinum, password er lykilorðið á tölvupóstinum, encryption er tegund af dulkóðun og port number er númer sem hleypir tölvupósti í gegnum netþjóinn.


Leiðbeiningarnar að neðan eru í 9 skrefum.

Hér eftir eru 5 skref til þess að stilla Gmail, ef þú hýsir ekki þinn tölvupóst hjá Gmail, þá getur þú hoppað yfir á skref 6.


 

Skref 1:

Farðu á www.gmail.com og ef þú ert núþegar skráð/ur inn þá birtist þessi valmynd hér: Uppi í hægra horni þá er merki þar eins og fjórir kassar, smelltu á þá og þá birtist þessi valmynd hér:


Skref 2:

Vinsamlegast smelltu þá á „My Account“.


 

Skref 3: 

Þá er smellt á „Sign in & security“


Skref 4:

Þá er smellt á Apps with account access.


 

Skref 5:

Þar birtast þrír valmöguleikar, en neðsti valmöguleikinn „Allow less secue apps: OFF“, en það þarf að smella á takkann þannig að það standi „Allow less secure apps: ON“.

Vinsamlegast athugið að þegar þessari stillingu hefur verið breytt, þá munið þið fá tölvupóst/a þess efnis að þessari stillingu hefur verið breytt.Skref 6:

Þá er komið að því að skrá sig inn í Godo Property (property.godo.is).

Smellið á „Settings“, sem er staðsett lengst til hægri.


Skref 7:

Smellið á „Account“, sem er niðri vinstra megin á skjánum.


Skref 8:

Þegar smellt er á „Account“, þá birtast fleiri valmöguleikar, en þá er smellt á „Outgoing Email“.


 

Skref 9:

Þá þarf að fylla út alla þá reiti sem eru með ör fyrir framan og inni í rauða kassanum:


Hér notum við upplýsingarnar sem við nefndum á fyrstu blaðsíðu og fyllum inn í þennan reit.


Hér að neðan má sjá dæmi af uppsetningu á tölvupósti hjá Gmail.
Sending email address: Þetta er tölvupósturinn þinn (dæmi: bokanir@hotel.is)
Descriptive sending email address: Þetta er möguleiki sem er ekki þörf á að fylla út, en í gæsalöppum birtist nafnið sem er sent frá, annað dæmi: „Reservation from Hotel A“, yrði þá sendandinn í staðinn fyrir bokanir@hotel.is.
Mail server: Þetta er email þjónninn sem er notaður hjá þínum hýsingaraðila.
Username: Notendanafnið að tölvupóstinum þínum.
Password: Lykilorðið að tölvupóstinum þínum.
Use Encryption: Dulkóðun, hýsingaraðilinn þinn segir þér hvernig dulkóðun þeir nota.
Port Number: portnúmer sem hleypt er í gegn, hýsingaraðilinn þinn segir þér hvað á að nota.


Þegar búið er að stilla öll atriðin, þá er mikilvægt að smella á „Send Test Email“, sem sést í skjáskoti hér að ofan.

 

Ef það kemur villumelding frá Godo Property, þá mun koma tölvupóstur frá Gmail sem segir þér að það hafi einhver reynt að komast á tölvupóstinn þinn. Godo Property er að reyna komast inn á þinn tölvupóst til þess að senda tölvupóst.

Þú munt þá fá svona tölvupóst frá Gmail:


Mikilvægt er að smella á þessa ör og fylgja leiðbeiningunum.


Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina