Hægt er að senda greiðslulink í gegnum greiðsluhnapp Godo Property.


Í greiðsluhnappnum (Charges and Payments flipa) er takki sem heitir Payment Link. 

Með honum er hægt að senda greiðslulink á gesti þar sem ganga má frá greiðslu. 

Hér eru tveir möguleikar: 


1. Senda greiðslulink sem rukkar kortið. 
Þá er tekin greiðsla um leið og korthafi skráir upplýsingar.

2. Senda greiðslulink sem skráir kortaupplýsingar í bókun en tekur EKKI greiðslu

Með því að  haka í  "Only add card" er ekki tekin greiðsla af kortinu heldur skráir það kortaupplýsingar einungis í bókunina sem rukka má síðar. 


- Val á gjaldmiðli virkar á sama hátt og þegar greiðsluhnappur er notaður (fellilisti). 

- Netfangið sem greiðslulinkur er sendur á er það sama og er skráð í bókuninni. Það má breyta netfanginu hér.