Bókhaldstenging - Leiðbeiningar

Breytt Wed, 16 Okt kl 10:28 AM

Hvernig á að búa til reikning verður farið yfir hér að neðan, en fyrst viljum við benda á það sem þarf að hafa í huga áður en hægt er að senda reikning:
  • Það verður að vera skuldunautur skráður fyrir hverri færslu í bókuninni (charges & payment). 
  • Hægt er að stilla kerfið þannig að bókanir frá B.com og Expedia koma sjálfkrafa á skuldunauta, endilega látið okkur vita ef þið viljið það, svo getið þið stillt inní Travia að bókanir fari sjálfkrafa á skuldunaut  - sjá leiðbeiningar þess efnis hér.
  • Ef þið eruð að setja bókanir sjálf inní kerfið þá veljið þið skuldunaut hér í bókunarferlinu: 

    image

  • Eða hér ef bókunin er þegar til en var búin til án skuldunauts:

    image


  • Ef viðeigandi skuldunautur er ekki til, þá er hægt að búa til nýjan skuldunaut í Godo og verður hann þá sjálfkrafa til í DK. Til að setja hann upp er farið í Settings - Guest Management - Customers og neðst í listanum er Add new. Mikilvægt er að setja inn nafn, currency og corporate ID sem er kennitala (má vera fake kennitala ef kúnni er erlendur)
  • Mikilvægt er að bókunin og skuldunauturinn sé í sama gjaldmiðli. Skuldunauturinn er það sem sklgreininir gjaldmiðilinn.


Hvernig á að búa til reikning:
  • Opnið bókun
  • Verið viss um að það sé skuldunautur skráður á henni, þá lítur það svona út með allar greiðslulínur undir gráu línunni:

    image

  • Skráið inn viðeigandi payment í Payments línuna (ef rukkað er með Paybutton þá gerist þetta sjálfkrafa. Ef reikningur fer í reikning á fyrirtæki þá má línan vera tóm)
  • Farið í flipann Invoice (eða Group Invoice fyrir hópa)
  • Efst þar sjáið þið grænan create hnapp, smellið á hann.

    image

  • Þá mun reikningurinn búast til og þið getið smellt á reikningsnúmerið til að sjá reikninginn eins og hann lítur út í DK.
  • Einnig er hægt að creditfæra reikninga í Godo.

Ef þið fáið upp villumeldingu þá endilega sendið okkur póst með bókunarnúmerinu, svo að við getum rannsakað hvaða villa á sér stað.


Ef það þarf að búa til nýja skuldunauti þá má lesa þessa hjálpargrein. 

Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina