Búa til skuldunauti í Property

Breytt Wed, 9 Okt, 2024 kl 11:10 AM

Skuldunautur/viðskiptamaður (e. customer/invoicee)

  • Þegar skuldunautur er búinn til inní Godo verður hann sjálfkrafa til inní bókhaldskerfinu (ATH ekki öfugt)
  • Mikilvægt er að vera skráður inná aðalaðgang eignarinnar í Godo Property þegar skuldunautur er búinn til, svo skuldunauturinn sé sýnilegur á öllum aðgöngum. 
  • Undir SETTINGS > GUEST MANAGEMENT > CUSTOMERS finnið þið skuldunautalistann ykkar 
  • Veljið 'Create new invoicee'
  • Þá opnast gluggi þar sem fylltar eru inn upplýsingar um nýja skuldunautinn. Í þessu skrefi er mikilvægt að:
    • Hafa dálkinn 'Enabled' stillt á 'Yes'
    • Fylla inn nafn skuldunautar
    • Velja réttan gjaldmiðil
    • Fylla inn gilda kennitölu undir 'Corporate ID'
    • Kennitala - Hverju þarf að huga að
      • Nauðsynlegt er að fylla inn kennitölu undir 'Corporate ID' en það er einmitt hún sem lætur kerfin tvö, Godo og bókhaldskerfið, tala saman.
      • Ef að skuldunautur hefur ekki kennitölu þarf að búa til 10 stafa talnarunu
      • Kennitalan má ekki vera skrifuð með bandstriki eða bili eða öðru slíku
      • Fyrir notendur REGLU er mikilvægt að "gervi" kennitölur hefjist á tölustöfunum 99 og á eftir þeim fylgi átta tölustafir. DÆMI: 9900112233
      • Hver skuldunautur þarf sína eigin kennitölu


  • Festa skuldunaut á sölusíðu
    • Þegar skuldunautur er til í kerfinu er hægt að festa hann á bókanir frá ákveðnum sölurásum
      • Smellið HÉR fyrir leiðbeiningar um að skrá skuldunaut sjálfkrafa á bókanir frá sölurásum í Godo Property
      • Smellið HÉR fyrir leiðbeiningar um að skrá skuldunaut sjálfkrafa á bókanir frá ferðaskrifstofum inní Travia

Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina