Skil á gistináttaskýrslum í gegnum Godo Property.
Vinsamlega fylgið þessum skrefum fyrir uppsetning.
Athugið að uppsetninguna þarf einungis að gera þegar skýrslu er skilað í fyrsta sinn.
Það gæti þurft að virkja skýrsluna. Ef svo er, vinsamlega sendið okkur póst á support@godo.is.
Uppsetning
- Settings > Properties > Description
Skráið inn Hafgstofu númer og kennitölu fyrirtækis neðst á síðunni.
Hagstofu ID er hægt að nálgast hjá Hagstofunni. Þetta er sama númer og notað er þegar farið er í "Vefskil" hjá Hagstofunni.Property description > Property Template > reitur Company ID (kennitala)
Property description > Property Template > reitur Hagstofa ID
Ef það eru herbergistýpa sem eiga ekki heima í gistináttaskýrslunni, má taka þau út með því að fara í:
Settings > Properties > Rooms > Setup > field Include in reporting = NO
Skýrslan
1. Farið í Standard Reports og veljið tímabil, t.d 1.-31. ágúst.
2. Veljið eignina sem um ræðir (ef það eru fleiri en ein á aðgangnum) eða veljið allar í einu.
3. Gistináttaskýrslan er neðst á síðunni.
- Ef tenging er ekki virk þá sjáið þessi skilaboð (einsog á myndinni fyrir neðan). Þá þarf að senda póst á support@godo.is til að virkja tengingu við Hagstofu.
- Ef tenging er virk er >Show< takki við skýrsluna. Smellið á >Show<
4. Nýr gluggi opnast með skýrslunni sem hægt er að skila til Hagstofunnar. Farið yfir þær upplýsingar sem koma fram og smellið á Send to Hagstofa.
Vinsamlega athugið:
Það er einungis hægt að gera skýrslu fyrir liðna mánuði.
Það er hægt að gera skýrslu fyrir heillan mánuð í einu.
Einungis bókanir sem hafa Status New/Confirmed eru taldar í skýrslunni.