Ef ekki má færa ákveðnar bókanir úr herbergistýpu eða úr ákveðnu herbergi má "læsa" þeim þar. Þetta kemur í veg fyrir t.d að bókun sem verður að vera í herbergi með hjólastólaaðgengi sé færð til.
Nánar - uppsetning
Setja þarf upp kóða sem læsa herbergjum á aðganginn þinn á Godo.
Það er gert með því að velja "Settings -> Account -> Preferences -> Booking Info Code Values"
Hér þarf að bæta við eftirfarandi í listann (ef það er ekki nú þegar):
LOCKROOM
LOCKUNIT
Virkni
Veljið þá bókun sem á að læsa og smellið á "Info" flipann.
Við "code" veljið ýmist LOCKROOM til að læsa í herbergistýpu eða LOCKUNIT til að læsa í ákveðnu herbergi.